Saturday, May 24, 2003

jájá
Það er margt og mikið búið að gerast hjá mér að undanförnu. Ég náði blessaða þýskuprófinu þannig að ég útskrifast á réttum tíma. Svo er pabbi farinn til Ameríku að leita að vinnu loksins. Þannig að það er ýmislegt í gangi hér.
Með ástarkveðju, eymd og volæði. Grétar

Friday, May 23, 2003

rök versus rökleysa, hver vinnur?
(a+b-c)/z þess vegna er kindin rauð og mun deyja úr mæðuveiki.

Wednesday, May 21, 2003

Vandamál
Númer eitt er að gera sér grein fyrir vandamálinu.
Númer tvö er að búa sér til einhvern algorytma sem virkar.
Númer þrjú er að implementera algorytmann.
Númer fjögur er að renna í gegnum algorytmann með einhverjum breytum til að athuga hvort ekki sé allt með feldu og laga ef það þarf.

Svona getur lífið verið Kartesíst.

Hjá mér eru þrú vandamál sem þarfnast lausnar.
Vandamál 1 er nýuppgötvað, það var í dag, og þess vegna er algorytmavinnan enn á frumstigi, en þrátt fyrir að djúpt sé á vandamálinu held ég að algorytminn verði einfaldur.
Vandamál 2 er í implementeringu þrátt fyrir að ýmsir gallar hafi komið í ljós á algorytmanum sem er nú í endurskoðun.
Vandamál 3 er mjög erfitt. Það er enn verið að vinna í algorytmanum og gengur sú vinna hægt. Ýmis óleyst vandamál á sviði líf- og eðlisfræði hafa skotið upp kollinum þrátt fyrir að stærstu óleystu vandamálin þar séu á sviði sál- og málfræðilegs eðlis. Þetta er allt þó í vinnslu og vonandi verður vandamál þrjú leyst á þessu ári, sem og hin.

Tuesday, May 20, 2003

Slæm og ekki slæm mál
Eins og staða mála er núna samkvæmt nýjustu upplýsingum og allt það þá er ég fallinn í tveimur og tæpur í því þriðja. Úff þetta virðist ætla að ganga eitthvað skrykkjótt fyrir sig en ég hef engar áhyggjur þetta hefst allt að lokum. Auk þess er öllum í Petrograd sama þótt ég falli í einhverjum fögum.
p.s. tónelskandi lesendur hafa kannski velt því fyrir sér hvaða undrafögru tónar þetta eru sem nú hljóma í eyrum mér, þeir tóngleggstu hafa kannski giskað á fyrsta píanókonsert Tchaikovskys, ef svo er þá óska ég þeim til hamingju með sigurinn og gæfu í framtíðinni.
línudans er ákaflega erfiður hlutur og maður verður að passa sig að detta ekki.

Monday, May 19, 2003

djöfull og brennivín.
Ég er búinn að vera drulluveikur í dag og gær og hef þess vegna ekki verið mjög fastur við bækurnar sem er ákveðinn galli þar sem ég er að fara í lesna stærðfræði á miðvikudaginn og má ekki við því að fá lágar einkunnir í þeim prófum sem eftir eru, því þá fell ég á árinu.

Saturday, May 17, 2003

No sleep and to much coffie makes Grétar a tense boy
Know Your Enemy

Saturday, May 10, 2003

Fordæmingar
Þessir sjálfstæðismenn sem eru alltaf að njósna á kjörstað og taka gögn þaðan og annað slíkt.
Bandarískir fréttamenn
...and to all you nazis out there I say sieg help.

Friday, May 09, 2003

Fordæmingar
Ég fordæmi Elísabetu Jökulsdóttir fyrir það að þykjast vera alveg rosalegur umhverfissinni, og þar með sverta nafn okkar vegna þess að hún er svo vitlaus og kemur svo illa furir, en kemur síðan fram og hvetur fólk til að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu vegna þess að hún er kona. ISG stóð fyrir því að Reykjavíkurborg samþykkti fjárveitingar, og hennar flokkur samþykkti Kárahnjúkana á Alþingi. Þetta er ekkert annað en hræsni og hún er hér með fordæmd.

Steríótýpíska karlmenn. Þetta lið hugsar ekki og talar ekki (þá er það innifalið í samræður að þær séu vitrænar). Fordæming.

Thursday, May 08, 2003

Ég er Tantalos, bjargið mér frá Hadesi.

Wednesday, May 07, 2003

HHmmmm kaffi,aaaaaaaaa
Langar nætur
Það er fátt skemmtilegra en að vaka heilu næturnar og læra, pulla all nighter á etta eins og maður hefur heyrt unga fólkið kalla það. Það stefnir einmitt í eina svona vökunótt núna í nótt því ég er að fara í stjörnufræðipróf á morgun og það er ekki lítið efni að lesa. En klukkan 11 á morgun verður ákveðnum áfanga náð vegna þess að þá eru prófin hálfnuð hjá mér, 7 búin 7 eftir.
Svefnleysið plagar, svefninn vekur samvisku
Ég er ekki búinn að ná almennilegum svefn í afskaplega marga daga (reyndar nokkur ár ef út í það er farið) og ég er strax byrjaður að uppskera. Ég er kominn með allskyns kæki út um allan líkamann, þó sérstaklega í andliti og maga, sem gera það að verkum að ég er með nær stanslausann hausverk og alltaf með hálfgerða velgju í maganum. Og út af þessum kækjum reynist mér enn erfiðara að sofna þannig að ég er fallinn í einhvern vítahring. En svo kemur það á hinn bóginn að svefninn lætur mig fá samviskubit yfir því að vera ekki að lesa þannig að þetta jafnast nokkurn veginn út. En svo eru stundir eins og þessar þar sem ég er hvorki sofandi né lesandi og þá er ég bæði með andstyggilega kæki og samviskubit. Andskotinn.

Tuesday, May 06, 2003

ótrúlegur andskoti
Flest öll dýr sem hafa verið gerðar tilraunir á sýna skilyrt viðbrögð. Þ.e. ef þú ýtir á þennan takka færðu straum ef þú ýtir á hinn færðu mat. Dýrin læra að forðast strauminn en leita í matinn. En ekki íslendingar. Það er sama hvað ríkisstjórnin gerir á hlut okkar það er alltaf hægt að finna einhver rúm 30% sem eru tilbúin að gleyma það og grafa. Aukið bil milli ríkra og fátækra, nei kýs sjálfstæðisflokkinn. Minni bætur fyrir þurfandi, nei kýs sjálfstæðisflokkinn. Stríð ekki í okkar nafni, nei kýs sjálfstæðisflokkinn. Valdhroki, nei kýs sjálfstæðisflokkinn. Glæpir gegn náttúru, nei kýs sjálfstæðisflokkinn. Íslendingar virðast ekki skilja það að breytingar eru möguleiki. Við þurfum ekki að sætta okkur við hvað sem er.

Monday, May 05, 2003

Fordæmingar
aðrir
ég
sumir
allir
flestir
Það er búið að vera allt of gott veður í dag fyrir almennilegan próflestur. Ég vona að það komi ekki of mikið niður á einkunn minni í stærðfræðiprófinu sem ég er að fara í á morgun.
andskotans próf. 4 búin 10 eftir. eitt á morgun annað hinn.

Sunday, May 04, 2003

Fordæming
Djöfull fordæmi ég framsóknarflokkinn. Andskotinn hafi það flokkurinn er búinn að vera í stjórn í 26 af síðustu 30 árum ef ég man rétt og núna hljómar hann eins og stjórnarandstöðuflokkur og talar um réttlæti og anað slíkt. Það er mjög einkennilegt að sjá kvótakónginn Halldór Ásgrímsson tala um að það sé réttlætismál að það sé sett í stjórnarskrá að kvótinn sé sameign þjóðarinnar! Það er einnig einkennilegt að sjá Sif Friðleifsdóttir tala um náttúruvern, hún er einhver mesti náttúruböðull sem komið hefur upp á Íslandi. Og svo tala þeir um misrétti kynjana og fátækt og tala um að það sé hræðilegt og því þurfi að breyta en eru svo búnir að vera með félagsmálaráðherra í 8 ár. Ég þoli ekki svona djöfulsins hræsni og ég vona að enginn kjósi þennan andskotans flokk.
I´m back
Þrátt fyrir að margir hafi reynt að fá mig til að halda áfram hef ég ákveðið að halda áfram. Það er svo margt sem er að fara í taugarnar á mér um þessar mundir að ég get ekki annað en látið reiðina flæða á netið. Ég ætla með tíð og tíma að laga aðeins lúkkið, henda burt einhverjum linkum og kannski setja aðra í staðinn.

Tuesday, March 04, 2003

ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að blogga á þessum stað og einbeita mér að skrifum á glasnost. takk fyrir samveruna

Sunday, March 02, 2003

Heimska og skilningsleysi.
í fréttum í dag er fjallað um handtöku á þekktum hryðjuverkamanni í Pakistan. Þetta er maður sem talið er að hafi verið einn af helsu skipuleggjendum ódæðisverkanna sem framin voru snemma í septembermánuði 2001. Bandaríkjamenn fagna þessu eðlilega, en á kolröngum forsendum. Þeir ættu að fagna því að glæpmaður hafi verið handtekinn og fái þá makleg málagjöld, en þeir líta ekki svona á málið. bNA kjósa heldur að líta á þetta sem stórt og mikilvægt skref í "baráttunni gegn hryðjuverkum". Hvurslags flónska er það að halda að þú getir gert heiminn öruggari á þann hátt að handtaka glæpamenn en gera ekkert í því að reyna að draga úr þeirri spennu og því hatri sem veldur því að menn grípa til svona verka. Það munu alltaf koma nýjir og nýjir menn sem eru tilbúinir til þess að drepa fólk í stórum stíl á meðan hatrið er til staðar. það er ekki nóg að kroppa arfann það þarf að leita að rótinni.

Tuesday, February 25, 2003

loksins loksins
ég er búinn að redda mér tölvufræðibókinni sem við erum búin að vera að nota í allan vetur. Loksins getur maður farið að kíkja aðeins á Java

Monday, February 24, 2003

ég fordæmi
Andy Rooney hjá 60 mín. og aðra þá sem halda uppi þeim heimskulega áróðri að Frakkar og Þjóðverjar séu ekki í aðstöðu til að mótmæla vegna þess að Bandaríkin björguðu þeim frá Nasisma og Kommúnisma. Þetta er einhver sú heimskulegasta og tilætlunarsamasta krafa sem gerð hefur verið á hendur einhverjum. Hverju voru bnA menn þá að bjarga ef þessar þjóðir mega ekki tjá sig og sínar skoðanir.
úff fordæming
Tekið af Múrnum.

Á þessum degi árið 1848 leit Kommúnistaávarpið dagsins ljós.
djöfull var gott að sofa út í dag og bæta upp fyrir ansi svefnlitla helgi

Sunday, February 23, 2003

ég var að komast að því mér til mikillar gleði að lynghagabróðirinn hann Snæbjörn bloggar. þannig að ég ætla að lönka á hann
NALLINN

Internationalinn : alþjóðasöngur verkalýðsins

Fram, þjáðir menn i þúsund löndum
sem þekkið skortsins glimutök !
Nu bárur frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök
Fúnar stoðir burtu ver brjótum
Bræður! Fylkjum liði i dag !
Ver bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélagÞó ad framtíð sé falin,
grípum geirinn i hönd !
Því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd

Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt

Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð

Till sigurs, eining öreiganna
með alþýðunnar stolta nafn
Þín jörð er óðal allra manna,
en ekki fyrir gamm né hrafn !
Þeirra kyn skóp þér örbrigð og ótta
en er þeir skuggar hverfa úr sýn
einn vordag snemma á feigðarflötta
mun fegurð lífsins verða þín

Sókn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag
unz Internationalinn
er allra bræðrarlag


svo virðist sem ölæði gærkveldsins hafi tekist að smjúga inn á internetið.
enn og aftur misskemmtilegar sögur
hahahahhahahahahah
jájá ég er að hlusta á ýmsar sögur sem eru misskemmtilegar
ég fordæmi fólk sem grípur fram í fyrir mig

Saturday, February 22, 2003

ég er í góðu glasnost partý

Friday, February 21, 2003

ég fór í mjög skemmtilegt kaffi í dag. Þannig er mál með vexti að góðvinur minn hann oddur er barnabarn meistara Svavars Gestssonar sem er á landinu núna. Ég, Oddur, Gvendur, Snæbjörn og Einar fórum til hans og ræddum stjórnmál og samfélagsmál. Það var afskaplega áhugavert að tala við einhvern skeleggan vinstrimann sem hefur lifað tímana tvenna. Frekara framhald mun verða á fundum okkar og einnig ætlum við að talast saman í formi tölvupósts. Skemmtilegt það.

Thursday, February 20, 2003

þeir sem ekki eru að skilja síðasta pósinn hjá mér geta fattað hann her
Stefán Einar mun keppa í kvöld fyrir hönd Vessló gegn MH í Gettu Betur. Sem er ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að hann lítur út eins og sólþurrkaður Björn Bajarnason
ég fékk mér banana áðan hann var númer 4011 sem er einmitt 3 sinnum 337
ég byrjaði í gær á því að reyna ða setja saman breut í HÍ ég nenni ekki að taka einhver önnur fög með stærðfræðinni þannig að ég ætla að sníða mér einstaklingsbundna leið sem verður alveg hrein stærðfræði
ég er búinn að vera að pæla í því að endurbæta síðuna mína þ.e. linka og slíkt það fyrsta sem ég ætla að gera í þeim málum er að setja link á minn aldavin Gunnar Pal Baldvinsson
jájá nú er ég bara að bíða eftir því að ég nenni að standa upp og drulla mér út í Mál og Menningu til þess að kaupa mér stílabók